Ráðstefnur og kynningarefni

Við ýmis tækifæri er upptaka góð kynning á starfsemi bæði félagasamtaka, fyrirtækja og stofnanna.  Ég tek að mér upptöku af ráðstefnum, fundum eða margskonar uppákomum.  Með nýjustu Sony háskerpu upptökuvélum þarf ekki að hafa áhyggjur af lýsingu, þó slökkt sé á ljósum til að sýna glærur.  Upptökuvélar eru spólulausar og því tapast ekkert efni sama hve ráðstefnan er löng.  Stafrænn hljóðupptökubúnaður er tengdur inn á hljóðkerfi ráðstefnusalar til að gera hljóðupptöku sem besta.  Powerpoint glærur fara inn á upptökuna í fullum gæðum.  Texti og annað efni sett inn á upptöku eftir óskum.
Upptökunni er skilað eftir óskum kaupanda sem DVD/Blu ray eða stafrænni skrá fyrir til dæmis heimasíður, Youtube eða Facebook.