Flutningur á VHS eða DV spólu yfir á stafrænt form

Grabbed%20Frame.jpg


Hér má sjá mun á [S]VHS[c] upptöku fyrir (vinstri helmingur) og eftir leiðréttingu (hægri helmingur).

Tek að mér sérverkefni við að flytja VHS og DV spólu yfir stafrænt form þar sem vanda þarf til verka.  Gerð VHS spólunnar skiptir ekki máli, þær geta bæði verið Super VHS eða af [c] stærð á spólum úr VHS-[c] myndbandsupptökuvél. 

Lýsing og litir lagaðir. Myndin hreinsuð og efnið klippt til eftir óskum.  Hljóð lagað og hreinsað.  Hægt er að bæta við texta eða hljómlist eftir óskum.
Myndbandinu er svo skilað á DVD eða Blu ray diski í áprentuðu hulstri.

Hver 1 klst. flutt úr vhs eða DV spólu yfir á DVD, Blu-ray eða mp4 skráarsnið gæti kostað um 20.000,-  

Viðbótar DVD diskur kostar 2.500,- (Magnafsláttur ef fleiri 7 diskar)
Viðbótar BR diskur kostar 3.500,- (Magnafsláttur ef fleiri 7 diskar)